fös 24. janúar 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Nocerino leggur skóna á hilluna - Ætlar að verða þjálfari
Á sínu besta tímabili gerði Nocerino 10 mörk í 35 deildarleikjum með Milan.
Á sínu besta tímabili gerði Nocerino 10 mörk í 35 deildarleikjum með Milan.
Mynd: Getty Images
Ítalski landsliðsmaðurinn fyrrverandi Antonio Nocerino er búinn að leggja takkaskóna á hilluna eftir flottan feril.

Nocerino var lykilmaður í yngri landsliðum Ítalíu en tókst ekki að skáka mönnum á borð við Andrea Pirlo, Gennaro Gattuso og Daniele De Rossi úr sessi á gífurlega sterkri miðju ítalska A-landsliðsins. Í heildina spilaði hann 15 A-landsleiki fyrir Ítalíu.

Nocerino ólst upp hjá Juventus og spilaði 32 leiki fyrir félagið í Serie A. Eftir dvöl sína hjá Juve lék hann fyrir Palermo og var svo fenginn yfir til AC Milan. Hann byrjaði vel hjá Milan og var valinn í lið ársins á sínu fyrsta tímabili en það reyndist hápunktur ferilsins.

Hann var lánaður til West Ham, Torino og Parma og að lokum seldur til Orlando City í bandarísku MLS deildinni. Hann reyndi fyrir sér með B-deildarliði Benevento á síðustu leiktíð en komst ekki í byrjunarliðið.

Nocerino er kominn góða leið með þjálfaragráðuna sína og ætlar að finna sér þjálfarastarf sem fyrst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner