Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 24. janúar 2021 08:00
Victor Pálsson
Solskjær viðurkennir að Van de Beek sé ekki ánægður
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur viðurkennt að Donny van de Beek sé ekki ánægður hjá félaginu.

Van de Beek fær ekki mikið að spila á Old Trafford þessa dagana en hann kom til félagsins frá Ajax í sumar.

Alls hefur Hollendingurinn spilað 10 deildarleiki fyrir toppliðið en tveir af þeim hafa verið byrjunarliðsleikir.

„Ég myndi ekki segja að Donny sé ánægður. Auðvitað vill hann fá að spila meira en hann hagar sér fagmannlega," sagði Solskjær.

„Við erum að spila vel og erum með leikmenn sem eru að spila mjög vel í hans stöðu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner