Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 24. janúar 2022 14:05
Elvar Geir Magnússon
Kómoreyjar þurfa að vera með útileikmann í marki
Salim Ben Boina meiddist í riðlakeppninni.
Salim Ben Boina meiddist í riðlakeppninni.
Mynd: Getty Images
Kómoreyjar mæta gestgjöfum Kamerún í 16-liða úrslitum Afríkukeppninnar í kvöld. Kómoreyjar, sem eru að taka þátt í mótinu í fyrsta sinn, þurfa að spila með útileikmann í markinu.

Markvörðurinn Ali Ahamada fékk neikvæða niðurstöðu úr Covid skimun í morgun en fær þó ekki að spila. Þessi þrítugi leikmaður gekkst undir frekari skoðun og uppfyllti ekki skilyrði. Hann fær því ekki að spila.

Salim Ben Boina meiddist í lokaleiknum í riðlinum og svo greindust hinir tveir markverðirnir í hópnum; Ahamada og Moyadh Ousseini, báðir með veiruna.

Reglur mótsins segja að lið þurfi að spila ef þau eru með ellefu leikmenn tiltæka, sama þó enginn af þeim sé markvörður.

Kómoreyjar komust í 16-liða úrslit með því að vinna óvæntan sigur á Gana 3-2 og enduðu í þriðja sæti C-riðils.

Lesendum til fróðleiks eru Kómoreyjar sambandsríki þriggja eyja í Indlandshafi, á milli norðurodda Madagaskar og Mósambík.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner