Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 24. janúar 2022 19:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Troðningur myndaðist fyrir utan Elland Road - Fólk hrætt um líf sitt
Elland Road heimavöllur Leeds United
Elland Road heimavöllur Leeds United
Mynd: Getty Images
Leeds fékk Newcastle í heimsókn á laugardaginn en gestirnir fóru með 1-0 sigur af hólmi. Eina mark leiksins skoraði Jonjo Shelvey beint úr aukaspyrnu.

Hundruðir stuðningsmanna misstu af fyrstu mínútum leiksins vegna bilunnar í kerfi vallarins fyrir utan völlinn. Kerfið vildi ekki taka við miðum stuðningsmanna og gæslumenn höfðu engin svör.

Það myndaðist mikill troðningur og mikið stress hjá stuðningsmönnunum.

Chronicle live birti myndband sem sýnir troðninginn. Fólk sagði í samtali við Chronicle að það hafi verið hrætt að mjög illa færi, jafnvel dauðsföll.

Lögreglan í Leeds segist meðvituð um málið. Stuðningsmenn Newcastle kvörtuðu undan þessu og Leeds United skoðar málið í samvinnu við stuðningsmenn Newcastle til að koma í veg fyrir að slíkt komi upp aftur.
Athugasemdir
banner
banner