Antony, kantmaður Manchester United, hefur fengið leyfi til að ferðast til Spánar til að ganga frá félagaskiptum sínum til Real Betis.
Hann er á leið í læknisskoðun en hann fer til Betis á láni út yfirstandandi tímabil.
Hann er á leið í læknisskoðun en hann fer til Betis á láni út yfirstandandi tímabil.
Samkvæmt breska ríkisútvarpinu þá mun Betis borga um 84 prósent af launum Antony og bónusa.
Antony hefur ekki staðið undir væntingum síðan hann var keyptur til Manchester United frá Ajax fyrir um 95 milljónir evra.
Antony, sem er 24 ára, hefur aðeins skorað eitt mark á tímabilinu en það kom í deildabikarnum.
Athugasemdir