Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fös 24. janúar 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Antony ferðast til Spánar - Borga stóran hluta af laununum
Antony.
Antony.
Mynd: EPA
Antony, kantmaður Manchester United, hefur fengið leyfi til að ferðast til Spánar til að ganga frá félagaskiptum sínum til Real Betis.

Hann er á leið í læknisskoðun en hann fer til Betis á láni út yfirstandandi tímabil.

Samkvæmt breska ríkisútvarpinu þá mun Betis borga um 84 prósent af launum Antony og bónusa.

Antony hefur ekki staðið undir væntingum síðan hann var keyptur til Manchester United frá Ajax fyrir um 95 milljónir evra.

Antony, sem er 24 ára, hefur aðeins skorað eitt mark á tímabilinu en það kom í deildabikarnum.
Athugasemdir
banner
banner