Stjarnan tilkynnti í dag að búið væri að selja Róbert Frosti Þorkelsson til sænska félagsin GAIS. Hann varð tíundi leikmaðurinn sem félagið hefur selt erlendis á síðustu fimm árum.
Sá næsti til þess að fara út gæti orðið Kjartan Már Kjartansson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net er mikill áhugi á Kjartani erlendis. Það er m.a. áhugi frá Noregi en áhuginn nær til fleiri landa.
Kjartan Már er uppalinn Stjörnumaður, fæddur árið 2006 og er í U19 ára landsliði Íslands sem fer í miliriðla fyrir EM seinna á þessu ári. Hann er fjölhæfur og kraftmikill miðjumaður sem lék sína fyrstu leiki í meistaraflokki haustið 2022 í úrslitakeppninni. Á sama tímabili var hann að raða inn mörkum með 3. flokki Stjörnunnar.
Sá næsti til þess að fara út gæti orðið Kjartan Már Kjartansson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net er mikill áhugi á Kjartani erlendis. Það er m.a. áhugi frá Noregi en áhuginn nær til fleiri landa.
Kjartan Már er uppalinn Stjörnumaður, fæddur árið 2006 og er í U19 ára landsliði Íslands sem fer í miliriðla fyrir EM seinna á þessu ári. Hann er fjölhæfur og kraftmikill miðjumaður sem lék sína fyrstu leiki í meistaraflokki haustið 2022 í úrslitakeppninni. Á sama tímabili var hann að raða inn mörkum með 3. flokki Stjörnunnar.
Á síðasta tímabili kom Kjartan við sögu í 17 leikjum í Bestu deildinni, öllum fjórum bikarleikjum liðsins og öllum fjórum Evrópuleikjum liðsins.
Annar leikmaður sem erlend félög horfa í hjá Stjörnunni er Alexander Máni Guðjónsson. Hann er á blaði hjá Midtjylland og Benfica. Alexander er framherji sem verður 16 ára í sumar og gæti í kjölfarið haldið út í akademíu.
Alex Þór Hauksson, Ísak Andri Sigurgeirsson, Eggert Aron Guðmundsson, Daníel Freyr Kristjánsson, Tómas Óli Kristjánsson, Guðmundur Baldvin Nökkvason, Óli Valur Ómarsson, Róbert Frosti Þorkelsson, Gunnar Orri Olsen og Helgi Fróði Ingason eru þeir leikmenn sem Stjarnan hefur selt á síðustu árum.
Athugasemdir