Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fös 24. janúar 2025 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Moyes: Calvert-Lewin getur ekki kvartað
Mynd: Getty Images
Dominic Calvert-Lewin, framherji Everton, hefur ekki verið að finna sig á þessu tímabili. Hann hefur aðeins skorað þrjú mörk í úrvalsdeildiinni.

Hann skoraði í 3-2 sigri liðsins gegn Tottenham um síðustu helgi í öðrum leik liðsins undir stjórn David Moyes. Það var fyrsta mark hans síðan í september.

Moyes segir að hann hefði getað skorað fleiri mörk gegn Tottenham og ætti að gera miklu betur.

„Ef ég væri framherji væri ég ekki að kvarta yfir færunum sem liðið hefur búið til fyrir mig í undanförnum leikjum. Hann hefur fengið 3-4 mjög góð færi. Hann klárar eitt, við viljum að hann klári fleiri og vonandi heldur hann áfram að spila eins og hann gerði í þessari viku," sagði Moyes.

Þá greindi Moyes frá því að Dwight McNeil hafi farið í aðgerð á hné og verður frá í rúman mánuð.
Athugasemdir
banner
banner