Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fös 24. janúar 2025 10:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viktor Gísli spáir í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Viktor Gísli hefur verið besti markvörðurinn á HM.
Viktor Gísli hefur verið besti markvörðurinn á HM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor spáir því að Darwin verði áfram á skotskónum.
Viktor spáir því að Darwin verði áfram á skotskónum.
Mynd: Getty Images
Spáir því að Man City muni taka sigur gegn Chelsea.
Spáir því að Man City muni taka sigur gegn Chelsea.
Mynd: Getty Images
Nær United í sigur á erfiðum útivelli?
Nær United í sigur á erfiðum útivelli?
Mynd: EPA
Viktor Gísli Hallgrímsson hefur slegið rækilega í gegn á HM í handbolta sem er núna í gangi. Ísland er í góðum möguleika á að komast í átta-liða úrslit en þeir mæta Króatíu í mikilvægum leik í kvöld.

Viktor Gísli tók sér tíma á milli leikja til að spá í leiki helgarinnar í enska boltanum. Viktor var á sínum tíma efnilegur fótboltamaður en hann valdi handboltann fram yfir og er í einn sá besti í heiminum í sinni stöðu í þeirri íþrótt.

Liðsfélagi hans í landsliðinu, Bjarki Már Elísson, var með þrjá rétta þegar hann spáði í síðustu umferð.

Bournemouth 2 - 2 Nottingham Forest (15:00 á morgun)
Mjög spennandi leikur á milli tveggja liða sem hafa verið mjög heit undanfarið. Held að þetta fari 2-2.

Brighton 3 - 1 Everton (15:00 á morgun)
Held að Brighton taki þetta 3-1.

Liverpool 3 - 0 Ipswich (15:00 á morgun)
Held að mínir menn í Liverpool taki þetta 3-0. Darwizzy hendir í tvennu.

Southampton 1 - 4 Newcastle (15:00 á morgun)
Newcastle verðar hungraðir að bæta upp fyrir rasskellinguna á móti Bournemouth.

Wolves 1 - 2 Arsenal (15:00 á morgun)
Arsenal taka þennan leik, skora kannski eitt eða tvö mörk úr hornspyrnu. Cunha skorar eitt til að tryggja transferið sitt.

Man City 3 - 2 Chelsea (17:30 á morgun)
Verður jafn leikur. City aðeins byrjaðir að skora meira undanfarið og Chelsea vörnin ekki verið eitthvað rosaleg.

Crystal Palace 2 - 0 Brentford (14:00 á sunnudag)
Spennandi leikur, er vognóður um að Palace taki þetta 2-0; var að fara þungur inn á Palace leikmenn í Fantasy. Mateta tvö mörk, Eze eitt assist.

Tottenham 3 - 1 Leicester (14:00 á sunnudag)
Mikilvægt að Spurs taki þennan leik, fá samt örugglega mark eða mörk á sig.

Aston Villa 2 - 0 West Ham (16:30 á sunnudag)
Held að Villa taki þetta nú nokkuð örugglega á heimavelli.

Fulham 1 - 2 Man Utd (19:00 á sunnudag)
Væri frábært ef United myndi tapa fyrir Liverpool hjartað en held þeir steli sigri.

Fyrri spámenn:
Júlíus Mar (7 réttir)
Jói Ástvalds (7 réttir)
Danijel Djuric (6 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Sérfræðingurinn (5 réttir)
Nablinn (5 réttir)
Arnór Smárason (5 réttir)
Hákon Arnar (5 réttir)
Ingimar Helgi (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Davíð Atla (4 réttir)
Hjammi (4 réttir)
Viktor Karl (4 réttir)
Jón Kári (4 réttir)
Bjarki Már (3 réttir)
Elín Jóna (3 réttir)
Benoný Breki Andrésson (3 réttir)
Gísli Gottskálk Þórðarson (3 réttir)
Atli Þór (2 réttir)
Stubbur (2 réttir)
Benedikt Warén (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 21 15 5 1 50 20 +30 50
2 Arsenal 22 12 8 2 43 21 +22 44
3 Nott. Forest 22 13 5 4 33 22 +11 44
4 Chelsea 22 11 7 4 44 27 +17 40
5 Man City 22 11 5 6 44 29 +15 38
6 Newcastle 22 11 5 6 38 26 +12 38
7 Bournemouth 22 10 7 5 36 26 +10 37
8 Aston Villa 22 10 6 6 33 34 -1 36
9 Brighton 22 8 10 4 35 30 +5 34
10 Fulham 22 8 9 5 34 30 +4 33
11 Brentford 22 8 4 10 40 39 +1 28
12 Crystal Palace 22 6 9 7 25 28 -3 27
13 Man Utd 22 7 5 10 27 32 -5 26
14 West Ham 22 7 5 10 27 43 -16 26
15 Tottenham 22 7 3 12 45 35 +10 24
16 Everton 21 4 8 9 18 28 -10 20
17 Wolves 22 4 4 14 32 51 -19 16
18 Ipswich Town 22 3 7 12 20 43 -23 16
19 Leicester 22 3 5 14 23 48 -25 14
20 Southampton 22 1 3 18 15 50 -35 6
Athugasemdir
banner
banner
banner