Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fös 24. febrúar 2017 12:30
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: Hvaða fótboltamenn eru bestir á Twitter og Instagram?
David Beckham er duglegur á Instagram.  Hann birti þessa mynd þar í vikunni.
David Beckham er duglegur á Instagram. Hann birti þessa mynd þar í vikunni.
Mynd: Instagram - David Beckham
Paul Pogba birti þessa fjölskyldumynd á Instagram eftir leik Manchester United og St. Etienne.
Paul Pogba birti þessa fjölskyldumynd á Instagram eftir leik Manchester United og St. Etienne.
Mynd: Instagram - Paul Pogba
Margir af fremstu fótboltamönnum heims eru virkir á samfélagsmiðlum þar sem milljónir manna fylgjast með þeim. Í sjónvarpsþætti Fótbolta.net var rætt um það hverjir eru skemmtilegustu fótboltamennirnir á samfélagsmiðlum.

„Ég hef mjög gaman að Pogba. Ég er farin að elska mömmu hans. Það er skrýtið en hún er æði. Neymar er ungur og ferskur. Strákurinn minn erm eð hann á Snapchat og elskar hann. Uppáhaldið mitt er samt David Beckham. Hann er svo einlægur. Hann er augljóslega að gera þetta sjálfur. Það er ekki einhver gæi að gera þetta fyrir hann," sagði Hildur Einarsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir tók undir með henni.

„Mér finnst ógeðslega gaman að skoða Beckham. Hann er svo heilsusamlegur. Hann er að skíða með fjölskyldunni eða eitthvað. Mig langar að vera með þeim og maður skoðar þetta alltaf meira og meira," sagði Fanndís.

Gæti allt eins followað fyrirtæki eins og Ronaldo
Kjartan Atli Kjartansson kom með fleiri skemmtileg nöfn í umræðuna. Joey Barton á góða spretti á Twitter. Patrice Evra hefur farið hamförum á Instagram og Balotelli líka. Ég elska þessa hreinskilnu gæa sem segja nákvæmlega það sem þeim finnst. Ég gæti allt eins followað fyrirtæki út í bæ eins og Ronaldo," sagði Kjartan.

„Við eigum íslenska leikmenn sem eru óheflaðir. Raggi Sig segir nákvæmlega sem honum dettur í hug og það er gaman. Aron Einar er mjög alþýðulegur og tekur þátt í íslenskri umræðu sem er mjög gaman."

Samfélagsmiðlarnir hafa breytt ýmsu undanfarin ár og nokkrir fótboltamenn eru meðal annars byrjaðir að vera með opið Snapchat fyrir aðdaéndur. „Ég hefði drepið fyrir það að vera með Giggs og Beckham á Snapchat. Það er draumurinn," sagði Hildur.

Gestir vikunnar í sjónvarpsþættinum
Fanndís Friðriksdóttir - @fanndis90
Hildur Einarsdóttir - @HildurEinarsd
Kjartan Atli Kjartansson- @Kjartansson4

Hér að ofan má sjá umræðuna í heild sinni.

Sjá einnig:
Sjónvarpið: Á Rooney að fara til Kína?
Samfélagsmiðlar hafa breytt fögnum leikmanna
Athugasemdir
banner
banner