Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 24. febrúar 2021 12:00
Magnús Már Einarsson
Meistaraspáin - Klárar Man City dæmið í kvöld?
Mynd: Fótbolti.net
Manchester City fer til Þýskalands.
Manchester City fer til Þýskalands.
Mynd: Getty Images
Hvað gerir Atalanta gegn Real Madrid?
Hvað gerir Atalanta gegn Real Madrid?
Mynd: Getty Images
16-liða úrsilt Meistaradeildarinnar halda áfram í kvöld og Meistaraspáin er á sínum stað. Sérfræðingar í ár eru Kristján Guðmundsson og Guðmundur Steinarsson.

Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.



Guðmundur Steinarsson

Gladbach 0 - 4 Manchester City
Hægt að sleppa því að spila þetta einvígi. Manchester City er á miklu flugi þessa dagana og meðan Borussia er í basli. Eina spurningin er hvort City klári þennan leik það stórt að einvígið verði í raun búið fyrir seinni leikinn.

Atalanta 3 - 3 Real Madrid
Þarna gætu óvæntir hlutir gerst, Atalanta er martröð tipparans. Bæði lið á fínu róli, leikstíll liðana er þó ólíkur. Mikið af mörkum í flestum leikjum Atalanta og ef þeir ná að hafa leikinn opinn í báða enda gæti þetta orðið hin skemmtilegasta barrátta.

Kristján Guðmundsson

Gladbach 0 - 3 Manchester City
Aðalsmerki Gladbach er hápressan og hún mun ekki virka gegn City. Marco Rosé búinn að tilkynna að hann flytji sig til Dortmund í sumar en það sást þó ekki á leikmönnum Gladbach um helgina. Slíkar tilkynningar hafa þó alltaf áhrif á leikmannahópa og nú mæta þeir liðinu sem er líklegast til að vinna Meistaradeildina. Spái stórsigri Man City sem eru að spila gríðarlega vel í Guardiola 2.0 útgáfunni.

Atalanta 3 - 0 Real Madrid
Ítalska liðið mun ná yfirhöndinni á miðsvæðinu og ná fram öruggum sigri. Lið Real og hópurinn þeirra í raun þessar vikurnar er ansi götótt. Atalanta hinsvegar á góðum stað og sóknarleikur þeirra slær öll vopn úr höndum spánska liðsins. Öruggur sigur Atalanta hér.

Fótbolti.net - Aksentije Milisic

Gladbach 1 - 2 Manchester City
Gladbach byrjar þennan leik af krafti og mun ná að standa í City liðinu. City tekur þó hægt og rólega yfir leikinn og vinnur að lokum nokkuð þægilegan 1-2 útisigur. Liðið er á svakalegu skriði og Þjóðverjarnir ná ekki að stöðva þá í kvöld.

Atalanta 2 - 1 Real Madrid
Atalanta ætlar að sækja til sigurs eins og Gasperini þjálfari liðsins sagði fyrir leik. Liðið er frábært þegar það er á deginum en á sama tíma vantar nokkra lykilleikmenn hjá Real sem hefur ekki verið sannfærandi á þessu tímabili. Spánverjarnir ná þó að troða inn sterku útivallarmarki og því verður allt galopið fyrir seinni leikinn í Madrid.

Staðan í heildarkeppninni
Guðmundur Steinarsson - 2
Fótbolti.net - 1
Kristján Guðmundsson - 0
Athugasemdir
banner
banner
banner