Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. febrúar 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Leikmaður Atalanta látinn eftir baráttu við krabbamein
Willy Ta Bi vann ítölsku unglinga- og varaliðsdeildina með Atalanta
Willy Ta Bi vann ítölsku unglinga- og varaliðsdeildina með Atalanta
Mynd: Getty Images
Willy Ta Bi, leikmaður Atalanta á Ítalíu, er látinn eftir baráttu við krabbamein en félagið staðfestir þetta á heimasíðu sinni í dag.

Ta Bi var aðeins 21 árs gamall en hann hafði barist við krabbamein í lifur frá júlí 2019.

Það var mikil framtíð í Ta Bi en hann gekk til liðs við Atalanta frá ASEC Mimosas í byrjun árs 2019 og hjálpaði unglinga- og varaliðinu að vinna deildina sama ár.

Hann var lánaður um sumarið til Pescara en tókst þó aldrei að spila fyrir félagið þar sem hann greindist með krabbameinið stuttu eftir að lánssamningurinn var gerður.

Ta Bi lést í gær eftir erfiða baráttu við meinið en Atalanta sendi frá sér tilkynningu í kjölfarið.

„Það er þyngra en tárum taki að tilkynna ykkur sársaukafullan missi og andlát af einum úr fjölskyldu okkar, Willy Braciano Ta Bi. Draumur hans var alltof stuttur. Bless Willy, hvíldu í friði," var skrifað í yfirlýsingu Atalanta.
Athugasemdir
banner
banner