Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 24. febrúar 2021 13:00
Elvar Geir Magnússon
„Staðfesting á því að rétt var að reka Lampard og ráða Tuchel"
Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel.
Mynd: Getty Images
Blaðamaðurinn Nizaar Kinsella sérhæfir sig í skrifum um Chelsea en í pistli sem birtist hjá Goal segir hann að 1-0 sigurinn gegn Atletico Madrid í gær sanni að félagið hafi tekið rétta ákvörðun með því að skipta um stjóra.

Frank Lampard var rekinn og Thomas Tuchel ráðinn í hans stað.

„Magnað mark Olivier Giroud í Búkarest hirðir fyrirsagnirnar en þýski stjórinn á mesta hrósið skilið fyrir verðskuldaðan sigur Chelsea," segir Kinsella.

„Þessi leikur er sönnun þess að félagið tók rétta ákvörðun með stjóraskiptunum. Bláliðar eru orðnir að traustri heild á innan við mánuði og þeir stóðust sitt erfiðasta próf til þessa með því að gera topplið Spánar ráðalaust."

„Síðan Tuchel tók við hefur hann unnið gott starf í að taka til í varnarlínunni en Atletico náði ekki einu skoti á markið í Búkarest. Ákvörðun hans að skipta í 3-4-1-2 leikkerfi hefur verið lykilatriði og hann hefur haft mikil áhrif á stuttum tíma á Stamford Bridge."

„Tuchel á einnig hrós skilið fyrir þá hugrökku ákvörðun að taka N'Golo Kante úr liðinu og setja traust á Jorginho og Mateo Kovacic á miðjunni. Á móti hefur hann gefið Mason Mount, manni sem fyrrum stjóri reiddi sig mikið á, tækifæri til að sanna sig."

Callum Hudson-Odoi var tekinn af velli gegn Southampton eftir að hafa komið inn af bekknum og honum var greinilega brugðið. En leikmaðurinn ungi sýndi þroskaða og öfluga frammistöðu gegn Atletico í gær.

„Það virðist allt heppnast hjá Tuchel þessa stundina. Leikmenn eru klárlega ánægðir með tækifærið sem þeir fá til að láta ljós sitt skína. Stjórnin er væntanlega hæstánægð með hvernig nýr stjóri hefur komið liðinu aftur í baráttuna um topp fjóra og náð þessum úrslitum í Meistaradeildinni. Hann hefur náð þessum árangri a meðan hann er enn að reyna að kalla fram sjálfstraust leikmanna eins og Timo Werner, Kai Havertz, Christian Pulisic og Hakim Ziyech."

Það eru mikilvægir leikir framundan hjá Chelsea. Liðið mætir Manchester United og Liverpool í komandi deildarleikjum og leikur svo gegn Sheffield United í 8-liða úrslitum FA-bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner