Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. febrúar 2023 12:30
Elvar Geir Magnússon
„Allir halda að Van Dijk sé vélmenni“
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liverpool mætir Crystal Palace klukkan 19:45 annað kvöld í ensku úrvalsdeildinni. Jurgen Klopp spjallaði við fréttamenn í dag og byrjaði á því að fara yfir stöðuna á leikmannahópnum.

„Við getum séð hvaða leikmenn eru ekki upp á sitt besta. Við erum ekki vissir um að allir séu klárir eftir Madrídarleikinn, einhverjir fengu högg í þeim leik," segir Klopp.

„Við viljum gera breytingar og það verða breytingar. Þegar menn koma til baka úr langtímameiðslum þá þarf að sýna skynsemi. Þannig er staðan með Bobby Firmino, Diogo Jota og Virgil van Dijk. Allir halda að Virg sé vélmenni, hann spilaði flesta leiki allra á síðasta ári og alla leikina á HM. Hann meiðist, kemur til baka, spilar, spilar spilar."

Liverpool hefur átt erfitt tímabil og fékk 2-5 skell á heimavelli gegn Real Madrid í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Um leikinn gegn Palace:
„Frammistaða Crystal Palace hefur verið betri en úrslitin hafa sýnt að undanförnu. Liðið býr yfir tækni og hraða, þetta er vel skipulagt lið í 4-2-3-1 kerfi. Ég ber virðingu fyrir því sem þeir hafa gert undanfarin ár. Þetta verður erfitt en allir leikir héðan af eru leikir upp á sæti í Meistaradeildinni," segir Klopp.

Liverpool er sjö stigum frá Meistaradeildarsæti sem stendur.

„Ég hef heyrt að við séum með góðan árangur á Selhurst Park. Þetta eru erfiðir leikir og andrúmsloftið frábært. Palace er virkilega svalt félag sem spilar á mjög svölum leikvangi."
Enski boltinn - Allt blómstrar á Old Trafford og þarfagreining á Anfield
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner
banner