Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. febrúar 2023 17:00
Elvar Geir Magnússon
Almiron framlengir við norðanmenn
Mynd: EPA
Miguel Almiron hefur blómstrað hjá Newcastle á tímabilinu og á stóran þátt í góðu gengi liðsins. Framundan hjá liðinu er leikur gegn Manchester United í úrslitum deildabikarsins á laugardag.

Almiron er 29 ára paragvæskur landsliðsmaður sem kom til Newcastle í janúar 2019. Í dag skrifaði hann undir framlengingu á samningi sínum og er nú bundinn næstu þrjú og hálft ár.

Almiron er með 10 mörk og 3 stoðsendingar deild og bikar á þessu tímabili.

„Ég er gríðarlega ánægður með að skrifa undir nýjan samning við Newcastle og mér hefur liðið frá upphafi eins og ég sé heima hjá mér," segir Almiron.

„Á sunnudag eigum við mjög mikilvægan leik og vonandi fögnum við þessum samningi með sigri þar."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner