fös 24. febrúar 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bentancur snýr líklega ekki aftur fyrr en í nóvember
Rodrigo Bentancur.
Rodrigo Bentancur.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Rodrigo Bentancur gekkst undir aðgerð fyrr í þessari viku eftir að hafa slitið krossband.

Bentancur varð fyrir meiðslunum í 4-1 tapinu gegn Leicester fyrr í þessum mánuði. Hann skoraði í leiknum en meiddist svo mjög illa.

Samkvæmt Sky Sports er ekki búist við því að leikmaðurinn muni snúa aftur í nóvember; hann kemur því ekki aftur fyrr en vel verður liðið á næsta tímabil.

Bentancur hefur verið einn allra besti leikmaður Tottenham á þessu tímabili og þetta er mikið áfall fyrir liðið, og leikmanninn sjálfan. Breiddin á miðsvæðinu hjá Tottenham er ekki sérstök og það vantar mjög mikið í liðið þegar Bentancur er ekki með.

Tottenham er í harðri Meistaradeildarbaráttu í ensku úrvalsdeildinni og þessi meiðsli eru ekki góð tíðindi fyrir liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner