Sergio Busquets leikmaður Barcelona var alls ekki sáttur eftir að liðið féll úr leik í Evrópudeildinni eftir tap gegn Manchester United í gær.
Liðin skildu jöfn, 2-2 á Camp Nou en Manchester United vann síðari leikinn á Old Trafford í gær 2-1. Busquets missti af fyrri leiknum vegna meiðsla en var mættur í byrjunarliðið í gær.
„Við erum reiðir. Við vildum komast áfram, við erum þó meðvitaðir um hvaðan liðið kemur og hvert við stefnum," sagði Busquets.
Barcelona er með átta stiga forystu á Real Madrid á toppi spænsku deildarinnar og mætir erkifjendum sínum í undanúrslitum spænska bikarsins.
Athugasemdir