Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. febrúar 2023 22:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Orri Steinn og Atli sterkir í sigri Sonderjyske - Hjörtur rekinn af velli
Orri Steinn Óskarsson
Orri Steinn Óskarsson
Mynd: SönderjyskE

Sonderjyske tók gott skref í áttina að þvi að tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppninni í efrihlutanum í næst efstu deild í Danmörku í kvöld.


Liðið var 2-0 yfir gegn Frederica í hálfleik en Atli Barkarson lagði upp síðara markið. Orri Steinn Óskarsson sem er á láni frá FCK kom inn á sem varamaður eftir klukkutíma leik og lagði upp þriðja mark liðsins aðeins fjórum mínútum síðar.

Fjórða mark Sonderjyske og síðasta mark leiksins kom svo fljótlega í kjölfarið.

Sönderjyske er með 31 stig í 4. sæti, sex stigum á undan Koge sem erí í 7. sæti þegar þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu. Eftir þessa þrjá leiki skiptist deildin svo í tvennt þar sem efstu sex liðin keppa á milli sín.

Í efstu deild mættust Nordsjælland og OB. Aron Elís Þrándarson byrjaði á bekknum hjá OB en hann kom inná þegar tæpar 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. OB tapaði leiknum 4-2. Liðið er í 7. sæti með jafn mörg stig og Randers sem er í sætinu fyrir ofan og á leik til góða.

Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði eina mark Jong Ajax í 2-1 tapi liðsins gegn Willem II í næst efstu deild í Hollandi. NAC Breda vann 3-2 sigur á Dordrecht en Elías Már Ómarsson var tekinn af velli á 86. mínútu.

Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á sem varamaður undir lok leiksins í 1-0 tapi Venlo gegn Oss. Jong Ajax er í 16. sæti deildarinnar með 29 stig, Breda í 8. sæti með 37 stig og Venlo í 5. sæti með 42 stig.

Pisa vann 2-1 sigur á Perugia í næst efstu deild á Ítalíu þrátt fyrir að vera einum færri frá 31. mínútu þegar Hjörtur Hermannsson fékk rautt spjald. Perugia komst yfir en Pisa snéri blaðinu við áður en leikmaður Perugia var rekinn af velli þegar tæpur stundarfjórðungur var til leiksloka.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner