fös 24. febrúar 2023 18:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Potter: Var að koma af krísufundi
Mynd: Getty Images

Það hefur gengið illa hjá Chelsea undir stjórn Graham Potter en liðið er sem stendur í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tapaði fyrri leik liðanna gegn Dortmund á útivelli í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.


Daily Mail greindi frá því á dögunum að Chelsea hafi haldið krísufund innan félagsins um stöðuna. Potter mætti seint á fréttamannafund fyrir leik liðsins gegn Tottenham á sunnudaginn.

Hann sló á létta strengi og afsakaði sig og sagðist hafa verið að koma af krísufundi.

Liðið hefur aðeins unnið einn leik á árinu og aðeins skorað eitt mark í síðustu fimm leikjum en það kom í 1-1 jafntefli gegn West Ham.


Athugasemdir
banner
banner
banner