Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. febrúar 2023 07:50
Elvar Geir Magnússon
Rice efstur á lista Arsenal - Bellingham hrifinn af Liverpool
Powerade
Declan Rice, miðjumaður West Ham og enska landsliðsins.
Declan Rice, miðjumaður West Ham og enska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Jude Bellingham elskar laugina.
Jude Bellingham elskar laugina.
Mynd: Getty Images
Messi til Bandaríkjanna?
Messi til Bandaríkjanna?
Mynd: EPA
Gleðilegan föstudag. Helgin ber í skauti sér úrslitaleik Manchester United og Newcastle í deildabikarnum. En fyrst slúðrið. Saka, Rice, Bellingham, Messi, Lukaku, Fabinho, Gvardiol, Min-jae og Maddison eru meðal þeirra sem við sögu koma.

Bukayo Saka (21) mun skrifa undir nýjan samning við Arsenal sem mun binda hann til 2028. Munnlegt samkomulag er í höfn. (Guardian)

Arsenal hefur sett enska landsliðsmiðjumanninn Declan Rice (24) efstan á óskalista sinn fyrir sumarið. Ólíklegt er að félagið hafi fjármagn til að keppa um Jude Bellingham (19) hjá Borussia Dortmund. (Fooball.London)

Dietmar Hamann, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að Rice myndi gjörbreyta miðju Liverpool ef hann færi á Anfield. (TalkSport)

Þrátt fyrir dapurt gengi Liverpool er Bellingham enn hrifinn af félaginu og stjóranum Jurgen Klopp. (Athletic)

Phil Neville stjóri Inter Miami í Bandaríkjunum segir að félagið hafi áhuga á að fá Lionel Messi (35) sóknarmann Paris St-Germain og spænska miðjumanninn Sergio Busquets (34). Báðir verða samningslausir í sumar. (Times)

Joan Laporta forseti Barcelona telur auknar líkur á því að hægt verði að fá Messi aftur á Nývang. (90 Min)

Króatíski varnarmaðurinn Josko Gvardiol (21) hefur verið orðaður við ensku úrvalsdeildina en Marco Rose, stjóri RB Leipzig, býst við að hann verði áfram hjá þýska félaginu á næsta tímabili. (Goal)

Manchester United vill styrkja vörn sína með því að fá Suður-kóreska varnarmanninn Kim Min-Jae (26) frá Napoli. Hann er með 42 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum. (Corriere dello Sport)

Alejandro Garnacho (18) er samningsbundinn Manchester United til 2024 en félagið býður honum nýjan langtímasamning og umtalsverða launahækkun. (Mail)

Brasilíski miðjumaðurinn Fabinho (29) gæti yfirgefið Liverpool eftir fimm ár á Anfield. Jurgen Klopp ætlar að endurnýja hópinn sinn í sumar. (Mirror)

Tottenham er að vinna kapphlaupið um enska miðjumanninn James Maddison (26) hjá Leicester. (Football 365)

Belgíski sóknarmaðurinn Romelu Lukaku (29) hefur ekki áhuga á að snúa aftur til Chelsea þegar lánssamningur hans við Inter rennur út eftir tímabilið. (90min)

Everton gæti reynt að fá portúgalska framherjann Beto (25) frá Udinese í sumar. Stóru tilboði frá enska félaginu var hafnað í janúar. (Liverpool Echo)

Arsenal gerði Barcelona 62 milljóna punda tilboð í brasilíska framherjann Raphinha (26) í janúar. (Sport)

Enner Valencia (33), fyrrum framherji West Ham og Everton, er nálægt því að ganga í raðir brasilíska félagsins Internacional frá Fenerbahce í Tyrklandi. Ekvadorski landsliðsmaðurinn fer á frjálsri sölu. (Fabrizio Romano)

Chelsea er að ná munnlegu samkomulagi við Independiente del Valle um að ekvadorski miðjumaðurinn Kendry Pae (15) gangi í raðir félagsins þegar hann verður 18 ára. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir
banner
banner