Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   fös 24. febrúar 2023 21:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Saliba: Gat ekki yfirgefið þetta frábæra félag án þess að fá tækifæri

William Saliba hefur verið fastamaður í vörn Arsenal sem situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð.


Hann hefur þurft að bíða þolinmóður eftir tækifæri í liðinu en hann fór á lán til Marseille á síðustu leiktíð þar sem hann sló í gegn.

„Það hjálpaði mér mikið því þegar þú ert ungur leikmaður verður þú að spila til að bæta þig. Þess vegna nýtti ég tækifærið til að bæta mig, gera mistök og vaxa," sagði Saliba.

„Þetta var góð reynsla fyrri mig og ég kom betri til baka. Ég spilaði ekki einn einasta leik hér, ég gat ekki yfirgefið þetta frábæra félag án þess að spila svo ég hugsaði alltaf um að koma aftur og spila."

Saliba var valinn besti ungi leikmaður frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner