fös 24. febrúar 2023 16:30
Elvar Geir Magnússon
Treysti ekki marklínutækninni og tók aðra ákvörðun eftir VAR skoðun
Mynd: Getty Images
Stórfurðuleg atburðarás átti sér stað í Sambandsdeildarleik á Ítalíu í gær, Fiorentina og Braga frá Portúgal áttust við.

Braga var 2-1 yfir í leiknum þegar Tiago Sa virtist verja sko Arthur Cabral. Marklínutæknin gaf hinvegar merki um að boltinn hefði farið inn.

Venjulega dugir það til þess að dómarar dæmi mark en ekki í þessu tilfelli. Franska dómaranum Benoit Bastien var ráðlagt að fara í VAR skjáinn og eftir að hafa skoðað atvikið lengi ákvað hann að markið myndi ekki standa.

Dómararnir tóku því fram fyrir hendurnar á tækninni en í gegnum VAR skjáinn þótti Bastien ekki hægt að sanna ða boltinn hefði farið inn. Í sjónvarpsútsendingu frá leiknum var þó sýnd tölvuteiknuð mynd sem átti að sýna að um mark hefði verið að ræða.

Þetta umdeilda atvik hafði engin áhrif á lokaniðurstöðuna, Fiorentina vann leikinn á endanum 3-2 og einvígið á þægilegan hátt 7-2.

Vincenzo Italiano, þjálfari Fiorentina, var þó undrandi á því að mark Cabral hafi ekki staðið.

„Í hreinskilni sagt veit ég ekki hvað gerðist. Við sáum myndirnar og það virtist sem boltinn hefði farið inn. Ég hreinlega veit ekki hvernig þetta gerðist," segir Cabral.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner