Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. febrúar 2023 14:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úrslitaleik Reykjavíkurmótsins enn og aftur frestað
Íslandsmeistarar Vals eiga að mæta Þrótti í úrslitaleiknum.
Íslandsmeistarar Vals eiga að mæta Þrótti í úrslitaleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enn á ný er búið að fresta úrslitaleiknum í Reykjavíkurmóti kvenna. Hann átti að fara fram í Egilshöll í kvöld en það var ákveðið í gær að fresta honum.

Fram kemur á vefsíðu KSÍ að það hafi verið ósk beggja félaga að fresta leiknum.

Leikurinn var fyrst settur á föstudaginn 3. febrúar og svo sunnudaginn 5. febrúar. Áfram hefur honum svo verið frestað en Steinn Halldórsson, formaður knattspyrnuráðs Reykjavíkur, sagði við Fótbolta.net fyrr í þessum mánuði að það hefði reynst erfitt að finna dagsetningu vegna þéttrar dagskrár á undirbúningstímabilinu og landsliðsverkefna.

Það eru landsliðskonur í báðum liðum en A-landslið kvenna og U19 landsliðið voru bæði að klára verkefni í þessari viku. Má gera ráð fyrir því að þess vegna sé leiknum frestað núna, því að landsliðskonur eru nýkomnar heim.

Vonandi gengur sem fyrst að finna dagsetningu sem hentar öllum, en nýr leikdagur verður gefinn út eftir helgi.

Þessi tvö lið eiga að mætast í Lengjubikarnum næstkomandi þriðjudagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner