Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. mars 2020 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Óhugnanleg lífsreynsla Jónsa - Tæklaður af lögreglu og læstur inni í 15 tíma
Jón Þorgrímur Stefánsson er gestur vikunnar í Miðjunni.
Jón Þorgrímur Stefánsson er gestur vikunnar í Miðjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þorgrímur varð tvisvar Íslandsmeistari með FH.
Jón Þorgrímur varð tvisvar Íslandsmeistari með FH.
Jón Þorgrímur Stefánsson fyrrverandi leikmaður FH, HK og fleiri liða er gestur vikunnar í podcastþættinum Miðjunni hér á Fótbolta.net. Þátturinn verður birtur í dag en í honum fer hann yfir óhugnanlega lífsreynslu sem hann varð fyrir í Las Vegas í október árið 2017.

Hlustaðu á frásögn Jóns Þorgríms í viðtalinu hér að neðan eða í öllum podcast forritum.

Jón Þorgrímur sem er í dag forstjóri NetApp var þá staddur á Mandalay Bay hótelinu ásamt starfsfólki sínu á árlegri 10 þúsund manna ráðstefnu fyrirtækisins þegar óður byssumaður hóf að skjóta út um hótelglugga á hótelinu á tónleikagesti í nágrenninu.

Frásögn Jóns Þorgríms má lesa hér að neðan en hægt er að hlusta á hana í heild sinni í podcastþættinum Miðjunni. Áður en yfir lauk hafði byssumaðurinn myrt 58 og sært 413.

„Ég, Eiki meðstofnandi í GreenCloud og stelpa sem heitir Sara erum á 40. hæðinni á Mandalay Bay þar sem er veitingastaður og bar. Svo byrjum við að heyra það sem við héldum að væru flugeldar. Það eru svalir þarna og allir á svölunum koma streymandi inn nema ég og Eiki sem förum út á svalirnar og förum að taka upp. 'Hvar eru þessir flugeldar?'"

„Svo sjáum við beint á móti þar sem við erum á 36. hæðinni er skotmaður sem er að skjóta í gegnum rúðuna og að útitónleikum sem eru þarna. Það eru hræðileg myndbönd sem við náum af þessu en förum svo inn. Ef hann hefði litið upp og séð okkur á svölunum hefði hann auðveldlega geta skotið á okkur. Myndbandið sem Eiki deildi fer allstaðar, CNN, Fox, BBC, Reuters og allt. Ég sendi myndbandið mitt á lögregluna til upplýsingar. "

„Svo er öllum lyftum á hótelinu lokað og við erum með 200 manns á veitingastaðnum og við erum læst inni. Lögreglan ræðst svo inn á hótelið, skotmaðurinn er á 36. hæðinni en við sem sendum myndbandið inn á 40. hæðinni og lögreglan fær fyrst tilkynningu um að það séu vitorðsmenn á hæðinni sem við erum. Á sama tíma og þeir fara inn í herbergið hjá honum ráðast þeir líka inn á veitingastaðinn."

„Rafmagnið er allt í einu tekið af og ég sé menn koma inn og þeir tilkynna ekki að þetta sé lögreglan. Það eina sem þeir segja er: 'We are armed, everdybody hit the floor'. Það varð panic ástand, fólk hoppaði út um allt, og faldi sig, það brotnuðu borð og glerbrot út um allt. Við sátum saman í sófa, Eiki og Sara stökkva eitthvað eðlilega til að reyna að fela sig en ég hugsa, þetta hlýtur að vera lögreglan, og svo þegar okkur er skipað að leggjast á gólfið liggur fólk út um allt og ég ákveð að taka 2 skref og leggjast á auðan stað á gólfinu."

„Þetta voru mikil mistök því ég var tæklaður af lögreglunni, hent út í loftið, skellt niður og byssa aftan í hnakkann á mér og sagt: 'Palms out, palms out!' Ég varð við því en svo taka þeir í höndina sem snýst ekki rétt og þeir ná að taka mig úr axlarlið og festa hendurnar á mér fyrir aftan bak með ZipTight."


„Svo fara þeir um allan veitingastaðinn og raða fólki í hring á gólfinu en ég er í gólfinu, sá eini sem er eins og ég sé handtekinn. Þá loksins tilkynna þeir að þeir séu lögreglan en þegar ég var tæklaður og fékk byssuna í hnakkann óttaðist ég að þetta væri ekki löggan."

„Svo erum við læst þarna inni í 15,5 klukkutíma. Við krökkuðum lögregluskannann og vorum að spila það fyrir alla. Það var bara ein innstunga og því vildu allir alltaf hlaða símann minn því þar vorum við að hlusta. Það voru tvær aðrar stelpur með okkur, Soffía og Stefanía og þær voru inni á herbergjunum sínum.Við heyrum í lögregluskannanum að það sé mögulega vitorðsmaður á fjórðu hæðinni og við vissum að Soffía væri þar. Ég hringi í hana og segi, 'ef þú ert ekki klædd klæddu þig því það verður líklega spörkuð upp hurðin hjá þér'. Það náðist ekki í Stefaníu en það var spörkuð upp hurðin hjá henni."

„Það var hræðilegt að verða vitni að þessu, svona fáránlegri mannvonsku. Ég varð aldrei hræddur en fann fyrir rosalegri depurð. Þetta var óhugnanlegt. Þetta er í fyrsta skipti sem ég segi frá þessu öllu því í öllum viðtölum sem ég fór í eftir þetta talaði ég bara um hvað var hræðilegt að þurfa að horfa upp á þetta og fannst ekki rétt að segja frá því sem gerðist fyrir mig því það bliknar í samanburði við aðra. Mágkonan eins fjárfesis okkar sem fjárfesti í GreenCloud var drepin og við ætluðum á tónleikana en hættum við."

„Eftir 15,5 tíma var okkur hleypt út í hollum þar sem var farið með alla að herbergjum þeirra. Við fórum í fylgd með lögreglumanni inn á herbergið og þurftum að sýna að við værum hótelgestir og þannig lauk þessu. Við vorum á bar og fengum ekki vatn eða neitt að borða eða ekki neitt í þessa 15,5 klukkutima. Starfsfólkið var allt farið og það stóðu lögreglumenn þarna."

Miðjan - Jónsi var frábær í fótbolta en ástríðan í viðskiptum
Athugasemdir
banner
banner
banner