Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 24. mars 2021 18:15
Aksentije Milisic
Nicky Butt yfirgefur Man Utd
Mynd: Getty Images
Nicky Butt hefur yfirgefið Manchester United en hann hefur starfað hjá liðinu á síðustu níu árum.

Butt hefur starf í kringum aðalliðið og þá hefur hann verið að vinna í þróun á leikmönnum hjá akademíu liðsins.

Butt er sagður vera í leit að nýrri áskorun en óljóst er hvert næsta skref á þjálfaraferli hans verður.

Butt vann ensku úrvalsdeildina sex sinnum á tíma sínum sem leikmaður hjá Man Utd en hann hjálpaði leikmönnum eins og Marcus Rashford, Scott McTominay, Axel Tuanzebe, Dean Henderson og Mason Greenwood að komast í aðalliðshóp United.

„Eftir að hafa farið í gegnum akademíu félagsins sjálfur sem leikmaður, þá hefur það verið algjör heiður að fá að koma til baka og vinna með þessum spennandi ungu leikmönnum sem eru hér," sagði Butt.

„Ég er sáttur með framlag allra í teyminu sem hafa hjálpað ungu leikmönnunum í United í að bæta sig og þróa sinn leik."


Athugasemdir
banner