Cristiano Giaretta, stjórnandi hjá Watford, segir að Joao Pedro sé ekki falur nema fyrir rétta upphæð.
Joao Pedro er algjör lykilmaður í liði Watford þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall. Honum hefur tekist að skora 9 mörk og gefa 3 stoðsendingar í 29 leikjum í Championship deildinni.
Hann er afar fjölhæfur framherji sem getur einnig spilað á miðjunni. Hjá Watford er hann vanur að spila í kringum Keinan Davies, sem er stór og stæðilegur sóknarmaður.
„Ég get sagt ykkur það að hann er með enskt kaupverð. Við munum ekki gefa neinn afslátt. Við höfum ekki fengið nein tilboð frá Ítalíu en við vitum af áhuga margra úrvalsdeildarfélaga. Leikmaðurinn er 110% einbeittur að því að klára tímabilið með okkur," segir Giaretta.
Watford er í harðri umspilsbaráttu í ensku Championship deildinni er félagið stefnir aftur upp í efstu deild. AC Milan og Newcastle eru meðal félaga sem hafa verið orðuð við Joao Pedro.