Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   mán 24. mars 2025 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tuchel gerir breytingar á leikdagshópnum
Morgan Gibbs-White.
Morgan Gibbs-White.
Mynd: EPA
Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands, hefur gert tvær breytingar á leikdagshópi sínum fyrir leikinn gegn Lettlandi í undankeppni HM í kvöld.

Tuchel stýrði Englandi í fyrsta sinn síðasta föstudag er liðið vann þægilegan 2-0 sigur gegn Albaníu.

Tuchel valdi 26 manna hóp í verkefnið en þú mátt bara mæta með 23 leikmenn í leikinn.

Tino Livramento þarf að gera sér það að góðu að vera upp í stúku í kvöld og það sama má segja um Anthony Gordon sem meiddist í leiknum gegn Albaníu. Inn í þeirra stað koma Morgan Gibbs-White, miðjumaður Nottingham Forest, og Jarrel Quansah, varnarmaður Liverpool.

Aaron Ramsdale, markvörður Southampton, er áfram utan hóps.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner