Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
banner
   þri 24. apríl 2018 07:00
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Maður telur sig sjá veikleika
Rúnar segir að fyrsti leikur sé góður prófsteinn fyrir KR.
Rúnar segir að fyrsti leikur sé góður prófsteinn fyrir KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það hafa allir beðið lengi eftir að Íslandsmótið hefjist. Nú fer alvaran að byrja og Valsvöllur í fyrsta leik verður alvöru prófsteinn fyrir okkur," segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.

KR-ingar mæta Val í opnunarleik á föstudagskvöldið og má búast við fullri stúku á Hliðarenda.

„Ég vona það. Ég vona að fólk fjölmenni og styðji liðin sín og búi til flottan dag. Það er mikilvægt að Pepsi-deildin fari vel af stað og fólk sjái að það sé gaman að koma á þessa leiki. Við þurfum fleira fólk í heildina."

Valur hefur gríðarlega öflugan mannskap. Telur Rúnar sig vita um einhverja veikleika sem KR getur nýtt sér á föstudaginn?

„Auðvitað sér maður einhverja veikleika, eða maður heldur það allavega. Valsmenn eru gríðarlega vel mannaðir og samæfðir. Það eru litlar breytingar á liðinu frá því í fyrra. Þeir eru vel tilbúnir í þetta og vita nákvæmlega hvað þeir vilja á meðan við til dæmis erum með miklar breytingar."

„Við erum fullir sjálfstrausts og trúum því að við getum gert eitthvað í sumar,"

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

föstudagur 27. apríl
20:00 Valur-KR (Valsvöllur)
20:00 Stjarnan-Keflavík (Samsung völlurinn)

laugardagur 28. apríl
14:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)
14:00 Grindavík-FH (Grindavíkurvöllur)
16:00 Fjölnir-KA (Egilshöll)
18:00 Víkingur R.-Fylkir (Víkingsvöllur)
Athugasemdir
banner