Aston Villa íhugar að fá De Bruyne - Stórliðin á eftir argentínsku ungstirni - Verður Farke rekinn?
   fim 24. apríl 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Huijsen ekki eini eftirsótti varnarmaður Bournemouth
Kerkez er 21 árs gamall og búinn að spila 67 leiki á tæpum tveimur árum hjá Bournemouth.
Kerkez er 21 árs gamall og búinn að spila 67 leiki á tæpum tveimur árum hjá Bournemouth.
Mynd: EPA
Bournemouth hefur átt frábært tímabil undir stjórn Andoni Iraola í ensku úrvalsdeildinni.

Varnarmaðurinn ungi Dean Huijsen, sem Bournemouth keypti frá Juventus síðasta sumar fyrir tæpar um 15 milljónir punda, er gríðarlega eftirsóttur af stærstu félagsliðum Evrópu sem eru tilbúin til að borga riftunarákvæðið í samningi hans. Það nemur 50 milljónum punda.

Hann er þó ekki eini varnarmaður Bournemouth sem er eftirsóttur af stærstu félagsliðum Evrópu því bakvörðurinn Milos Kerkez er það einnig.

Sky Sports greinir frá miklum áhuga frá Real Madrid, Liverpool og Manchester City á Kerkez, sem var keyptur til Bournemouth fyrir tveimur árum. Bournemouth borgaði um 15 milljónir til að kaupa hann frá AZ Alkmaar.

Bournemouth vill fá um 45 milljónir til að selja Kerkez, sem hefur verið í lykilhlutverki á tímabilinu. Hann er búinn að skora 2 mörk og gefa 6 stoðsendingar í 33 deildarleikjum.
Athugasemdir
banner