Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
banner
   fim 24. maí 2018 15:00
Elvar Geir Magnússon
Alfreð: Er með augun opin ef gott tilboð kemur
Icelandair
Alfreð Finnbogason ræddi við fjölmiðla á Laugardalsvelli í dag.
Alfreð Finnbogason ræddi við fjölmiðla á Laugardalsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason skoraði tólf mörk fyrir Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni á liðnu tímabili. Hann hefði klárlega endað ofar ef hann hefði haldist heill allt tímabilið.

„Það er alltaf mjög jákvætt að ná að skora tveggja stafa tölu í einni bestu deild Evrópu. Ég er mjög stoltur af því en þetta er líka 'hvað ef?' - Ég missti af tólf leikjum í hrinu og það er leiðinlegt að hugsa til þess að ég hefði verið númer tvö eða þrjú í röðinni, án þess að ég sé að fara fram úr mér," segir Alfreð.

Þýskir fjölmiðlar hafa verið að slúðra um að stærri félög hafi áhuga á Alfreð. Gæti hann farið annað í sumar?

„Það á bara eftir að koma í ljós. Það er ekkert fast í hendi. Eina sem er öruggt er að ég er með tveggja ára samning við Augsburg en á sama tíma er ég með opin augun ef eitthvað gott tilboð kemur. Ég er ekki að segja að ég vilji fara, ég er ánægður þarna. Á sama tíma er ég 29 ára og er að hugsa um eitt og annað."

„Það hefur gengið vel hjá Augsburg og ég finn fyrir því að ég er mikilvægur leikmaður þarna. Maður fer að meta það mikils á seinni árum. Það þyrfti að vera mjög gott boð í alla staði til að ég myndi fara," segir Alfreð.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar Alfreð meðal annars um landsliðið og ferð sína til Katara.
Athugasemdir
banner
banner