Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. maí 2022 20:11
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikarinn: Skagamenn þurftu að hafa fyrir hlutunum á Höfn
Guðmundur Tyrfingsson var öflugur fyrir ÍA
Guðmundur Tyrfingsson var öflugur fyrir ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Laxdal Unnarsson gerði fimmta mark ÍA
Gísli Laxdal Unnarsson gerði fimmta mark ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri 3 - 5 ÍA
1-0 Abdul Bangura ('9 )
1-1 Steinar Þorsteinsson ('40 )
2-1 Ibrahim Sorie Barrie ('52 )
2-2 Gunnar Orri Aðalsteinsson ('62 , sjálfsmark)
2-3 Kaj Leo Í Bartalstovu ('67 )
2-4 Guðmundur Tyrfingsson ('79 )
3-4 Ivan Eres ('81 )
3-5 Gísli Laxdal Unnarsson ('86 )
Lestu um leikinn

ÍA er komið áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir dramatískan 5-3 sigur á Sindra er liðin mættust á Höfn í Hornafirði í kvöld.

Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, gerði fimm breytingar á liði sínu frá síðasta leik gegn ÍBV í deildinni. Árni Marinó Einarsson fékk meðal annars tækifærið í markinu en hann hafði nóg að gera í dag.

Skagamenn pressuðu strax í byrjun leiks en fengu högg í andlitið er Abdul Bangura skoraði. Hlynur Sævar Jónsson átti slæma sendingu úr teignum og komust Sindramenn í það og boltinn fyrir á Bangura sem skoraði framhjá Árna.

Steinar Þorsteinsson jafnaði fyrir Skagamenn þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Hörku fyrri hálfleikur en það varð töluvert meiri spenna í þeim síðari.

Sorie Barrie kom Sindra aftur yfir á 52. mínútu. Hann fékk boltann fyrir utan teig Skagamanna, snéri á varnarmenn og skoraði með góðu skoti.

Gunnar Orri Aðalsteinsson, leikmaður Sindra, hafði átt frábæran leik en varð fyrir því óláni að skora í eigið net tíu mínútum síðar eftir fyrirgjöf Skagamanna.

Kaj Leo í Bartalstovu náði forystunni fyrir gestina á 67. mínútu eftir fyrirgjöf frá Guðmundi Tyrfingssyni. Guðmundur tvöfaldaði forystuna svo tólf mínútum síðar áður en Ivan Eres minnkaði muninn fyrir Sindra.

Skagamenn gerðu út um leikinn undir lokin. Guðmundur keyrði upp miðjuna, til vinstri og lagði svo boltann fyrir Gísla Laxdal Unnarsson sem tryggði liðinu 5-3 sigur.

Baráttuleikur á Höfn þar sem Skagamenn þurftu svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum. Erfitt var það en liðið komið áfram í 16-liða úrslitin.
Athugasemdir
banner
banner
banner