Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. maí 2023 13:00
Elvar Geir Magnússon
Stjóraskipti í vændum hjá Juventus?
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar segja að staða Massimiliano Allegri, stjóra Juventus, sé í hættu og ekki víst hvort hann verði með stjórnartaumana á næsta tímabili.

Juventus er að fara í gegnum sitt annað tímabil í röð án titils og sagt er að eigandi félagsins, John Elkann, hafi rætt við Allegri og sé ekki sáttur við stöðu mála.

Allegri sagði í síðustu viku að hann væri ekki á förum en samkvæmt Tuttosport og Il Corriere dello Sport hafði Elkann samband við Allegri á þriðjudag, eftir 4-1 tap gegn Empoli.

Elkann er sagður ósáttur við það hvernig Allegri talar í viðtölum og lætur eins og Juventus sé fórnarlamb.

Talið er mögulegt að Juventus bjóði honum starfslokasamning eftir þetta tímabil.

Juventus er í sjöunda sæti ítölsku A-deildarinnar með 59 stig en 10 stig voru dregin af félaginu fyrir brot á fjárhagsreglum.
Athugasemdir
banner
banner