Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 24. maí 2023 23:50
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag skaut á Boehly og Chelsea
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: EPA
Allt hefur verið á afturlöppunum hjá Chelsea á þessu tímabili og það þrátt fyrir gríðarlega styrkingu á leikmannahópnum.

Todd Boehly, eigandi Chelsea, keypti félagið af Roman Abramovich síðasta sumar og byrjaði strax að eyða peningum í nýja leikmenn.

Síðan þá hefur félagið eytt um 600 milljónum punda í að styrkja liðið en það náði bara aldrei taktinum á tímabilinu og aðeins skorað 36 mörk í jafnmörgum leikjum.

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir að það geti verið gott að eiga peninga en það sé þó mikilvægt að þeim sé eytt á réttan hátt.

„Þú getur átt pening en þú verður að eyða peningnum á réttan hátt og vera með áætlun á bak við það, annars virkar það ekkert að eiga peninga.“

„Á þessu augnabliki eru margir góðir leikmenn, bestu stjórarnir og mikið af peningum hér á Bretlandseyjum. Þetta er frábær keppni en líka erfið keppni. Þegar það er engin áætlun eða rétt aðferð þá virka peningarnir ekki,“
sagði Ten Hag ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner