Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mán 24. júní 2024 18:02
Brynjar Ingi Erluson
Joselu á leið til Katar
Joselu
Joselu
Mynd: Getty Images
Spænski sóknarmaðurinn Joselu verður ekki áfram í herbúðum Real Madrid og hefur í stað þess ákveðið að fara í stjörnudeildina í Katar en þetta segir Fabrizio Romano.

Joselu, sem er 34 ára gamall, var þriðji markahæsti leikmaður La Liga tímabilið 2022-2023 með Espanyol er liðið féll niður í B-deildina, en það ráku einhverjir upp stór augu þegar stærsta félag heims ákvað að fá hann á láni síðasta sumar.

Karim Benzema fór til Sádi-Arabíu og vildu Madrídingar fá mann inn til að fylla hans skarð.

Alls skoraði Joselu 18 mörk í öllum keppnum með Real Madrid og meðal annars tvö gríðarlega mikilvæg mörk inn af bekknum gegn Bayern München í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Draumur Joselu frá blautu barnsbeini var að spila fyrir Real Madrid og þar upplifði hann svo sannarlega drauminn með því að vinna La Liga og Meistaradeildina.

Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, sagði á dögunum að hann væri til í að gera skiptin varanleg. Félagið var greinilega á öðru máli þvi Joselu er nú á leið til Al Gharafa í Katar.

Gengið verður frá helstu atriðum samningsins á næstu dögum en þetta segir Romano á X.


Athugasemdir
banner
banner
banner