Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   mán 24. júní 2024 22:02
Brynjar Ingi Erluson
Marseille staðfestir samkomulag við De Zerbi
Mynd: EPA
Franska félagið Marseille hefur staðfest samkomulag við ítalska þjálfarann Roberto De Zerbi en hann mun ferðast til Frakklands á næstu dögum til að ganga frá samningamálunum.

De Zerbi hætti með Brighton eftir síðasta leik ensku úrvalsdeildarinnar í síðasta mánuði.

Barcelona, Bayern München, Chelsea og Liverpool voru öll sögð áhugasöm um De Zerbi, sem er nú á leið til Frakklands.

Marseille sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem það greindi frá samkomulagi við De Zerbi en það er von á honum í Marseille á næstu dögum til að skrifa undir samning við félagið.

Síðasta tímabil var ævintýraleg slakt hjá Marseille sem hafnaði í 8. sæti og verður því ekki með í Evrópukeppni á næsta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner