Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. júlí 2020 20:00
Aksentije Milisic
Pirraður Sarri: Við erum þreyttir
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri, þjálfari Juventus, var ekki sáttur eftir tapleikinn gegn Udinese í gær. Juventus gat tryggt sér titilinn með sigri en mistókst það.

Juventus hefur verið Ítalíumeistari í nákvæmlega 3,001 daga en liðið þarf að vinna einn af síðustu þremur leikjum sínum til þess að vinna deildina í níunda skiptið í röð.

„Við misstum skipulagið í síðari hálfleiknum. Við vorum góðir í þeim fyrri," sagði Sarri.

„Við vildum vinna, sama hvað það hefði kostað. Við reyndum allt sem við gátum en fengum svo mark í andlitið. Á þessari stundu er þetta erfitt, við erum þreyttir. Okkur skortir drápseðlið."

Juventus hefur einungis unnið einn af síðustu fimm deildarleikjum en liðin sem eru fyrir neðan þau hafa einnig verið að misstíga sig.
Athugasemdir
banner
banner