Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. júlí 2020 12:00
Innkastið
„Það koma sleggjur í FH í glugganum"
Emil Hallfreðs í leik með FH í vor.
Emil Hallfreðs í leik með FH í vor.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það koma sleggjur í FH í glugganum. Það er alveg bókað mál," sagði Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu í gær.

Félagaskiptaglugginn opnar á ný þann 5. ágúst og líklegt þykir að Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson, þjálfarar FH, styrki hópinn þá.

Emil Hallfreðsson, Eggert Gunnþór Jónsson og fleiri leikmenn hafa verið orðaðir við Fimleikafélagið undanfarna mánuði.

„Hvenær ætlar FH að tilkynna Emil Hallfreðsson? Er hann ekki alltaf að fara að koma?" sagði Elvar Geir Magnússon.

Emil spilaði og æfði með FH í vor áður en hann fór aftur til Ítalíu þar sem hann kláraði tímabilið með Padova í Serie C á dögunum.

Hér að neðan má hlusta á umræðuna í Innkastinu.
Innkastið - Titringur í Breiðabliki og Stjarnan getur unnið mótið
Athugasemdir
banner
banner