Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. júlí 2021 23:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Eru algjörlega hættir að vinna fótboltaleiki"
Lengjudeildin
Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur.
Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Grindvíkingar eru algjörlega hættir að vinna fótboltaleiki," segir Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

Grindavík hefur verið að gefa rækilega eftir í baráttunni um að komast upp í efstu deild. Liðið er án sigurs í sjö leikjum í röð, þar af sex Lengjudeildarleikjum. Liðið tapaði toppbaráttuslag gegn ÍBV í gær 4-1.

„Þeir munu líklega fara að vinna leiki núna því það eru komnar samkomutakmarkanir. Þeir unnu síðast þegar það voru samkomutakmarkanir, þeir hafa ekki unnið deildarleik síðan 18. júní þegar þeir unnu Gróttu. Þá reyndar voru þeir að vinna þriðja leik sinn í röð," segir Tómas Þór Þórðarson.

„Þeir töpuðu gegn Þór í bikarnum og svo komu fimm jafntefli í röð áður en kom að þessu tapi gegn ÍBV. Þeir eru búnir að safna fimm stigum af átján mögulegum en þrátt fyrir að vinna aldrei fótboltaleiki hefðu þeir jafnað ÍBV að stigum með því að vinna í gær."

Grindavík er nú í fimmta sæti, sex stigum frá öðru sætinu en tvö efstu liðin komast upp eins og lesendur vita.

„Þetta er ekkert ódýrasta liðið í bransanum. Það er búið að moka leikmönnum þarna inn til þess að gera eitthvað. Þetta eru vonbrigði og maður veit ekki hvernig uppgjörið verður í fiskibænum ef þetta lið fer ekki upp. Þetta er óboðlegt fyrir lið sem ætlaði sér að minnsta kosti að vera í baráttunni. Nú eru sex stig upp í ÍBV og þetta gæti því miður mögulega verið búið," segir Tómas Þór.
Útvarpsþátturinn - Hugaðir Blikar og ÍBV gleður Eyjamenn eftir áfallið
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner