Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 24. júlí 2022 19:33
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea að missa af enn einum leikmanninum - Kounde fer til Barcelona
Jules Kounde er á förum til Barcelona
Jules Kounde er á förum til Barcelona
Mynd: Getty Images
Franski varnarmaðurinn Jules Kounde mun ganga í raðir Barcelona á Spáni en þetta fullyrðir spænski blaðamaðurinn Gerard Romero á Twitch-rás sinni í dag. Hann gerir ráð fyrir að leikmaðurinn verði kynntur í dag eða á morgun.

Chelsea hefur sýnt honum hvað mestan áhuga síðasta árið eða svo en félagið reyndi að fá hann frá Sevilla á síðasta ári. Félögin náðu aldrei samkomulagi um kaupverð og ákvað spænska félagið að halda honum í ár til viðbótar.

Kounde, sem er 23 ára gamall, átti gott tímabil með Sevilla og hefur þá verið fastamaður í hóp franska landsliðsins. Fyrr í sumar bættist Barcelona í hóp þeirra liða sem vildu fá Kounde.

Miðlum á Englandi og Spáni kemur ekki saman um hvar Kounde mun spila á næsta tímabili en sumir halda því fram að Kounde hafi valið Chelsea á meðan einn virtasti blaðamaðurinn sem kemur að málum Barcelona segir að allt sé frágengið.

Romero sagði í beinni útsendingu á Twitch að Barcelona sé búið að ná samkomulagi við Sevilla um kaupverð og allt sé klappað og klárt. Hann býst við að Barcelona tilkynni um kaupin á næsta sólarhringnum.

Þetta er þriðji varnarmaðurinn sem Chelsea missir af í þessum glugga á eftir Matthijs de Ligt sem fór til Bayern München og Nathan Aké, sem verður líklega áfram hjá Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner