Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 24. júlí 2022 20:01
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool ætlar að lána Morton í B-deildina
Tyler Morton
Tyler Morton
Mynd: EPA
Enski miðjumaðurinn Tyler Morton er á förum frá Liverpool í þessum glugga en hann mun að öllum líkindum ganga í raðir Blackburn Rovers í B-deildinni.

Morton er 19 ára gamall og fékk sín fyrstu tækifæri með aðalliði Liverpool á síðustu leiktíð.

Hann spilaði þá tvo leiki í úrvalsdeildinni og kom við sögu í sjö bikarleikjum.

„Hann er með þvílíkan fótboltaheila. Ef hann fer aðeins meira í ræktina og styrkir líkamann þá verður hann rosalegur fótboltamaður," sagði Klopp um Morton á síðasta tímabili.

Liverpool er nú að leitast eftir því að lána Morton út fyrir komandi leiktíð en Blackburn Rovers er talinn líklegasti áfangastaðurinn.

Blackburn hafnaði í 8. sæti ensku B-deildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner