Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. júlí 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Markavélin Seeler lést 85 ára
Mynd: EPA

Uwe Seeler lést á dögunum, 85 ára að aldri. Hann gerði garðinn frægan sem leikmaður HSV og er einn af markahæstu leikmönnum knattspyrnusögunnar.


Seeler skoraði 507 mörk fyrir Hamburger SV og er áttundi markahæsti leikmaður heims þegar aðeins er skoðað mörkin sem skoruð eru fyrir sama félag. Lionel Messi leiðir þann lista með rúmlega 650 mörk fyrir Barcelona.

Seeler hreppti bæði silfur- og bronsverðlaun á HM, hann endaði í öðru sæti með Vestur-Þýskalandi á Englandi 1966 og þriðja sæti í Mexíkó 1970.

Seeler endaði þá í þriðja sæti í kjöri um Gullknöttinn 1960 eftir Luis Suarez (Barcelona) og Ferenc Puskas (Real Madrid) og var kjörinn knattspyrnumaður ársins í Þýskalandi þrisvar sinnum, 1960, 1964 og 1970.


Athugasemdir
banner
banner
banner