Það eru bara svona blendnar tilfinningar. Mér fannst við gera nokkuð meira en að halda það út. Mér fannst við skapa okkur fullt af færum og möguleikum til að skora. Ég get ekkert verið ósáttur við að fara með 0 - 0 jafntefli héðan, einum færri í 86 mínútur. Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 0 - 0 jafntefli við FH í Kaplakrika í kvöld í 14. umferð Bestu deildar karla.
Lestu um leikinn: FH 0 - 0 Breiðablik
Hvernig horfði þetta rauða spald við þér (Davíð Ingvarsson fékk rautt spjald á 9 mínútu leiksins)
Ég nenni ekki að ræða það.
Ég tek það jákvæða út úr leiknum er að við missum aldrei móðinn og erum alltaf hugrakkir og leikmenn leggja sig alltaf mikið fram og halda þessari ákefð út leikinn og menn að reyna að sækja sigur fram á síðstu mínútur, það er bara frábært.
Nánar er rætt við Óskar Hrafn í sjónvarpinu hér að ofan og meðal annars um evrópuverkefnið sem er framundan.