Valur mætir St. Mirren í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Fyrri leikur liðanna fer fram á N1 vellinum á morgun.
Hjá skoska félaginu er Diarmuid O'Carroll. Hann er aðstoðarþjálfari en einhverjir muna eftir honum sem leikmanni. Hann kom til Íslands í sumarglugganum 2010 og lék sex leiki með Val í Pepsi-deildinni.
Írinn O'Carroll lék sem framherji og kom til Vals eftir að Danni König hætti hjá félaginu. Írinn náði ekki að skora í leikjunum sex með Val.
Hjá skoska félaginu er Diarmuid O'Carroll. Hann er aðstoðarþjálfari en einhverjir muna eftir honum sem leikmanni. Hann kom til Íslands í sumarglugganum 2010 og lék sex leiki með Val í Pepsi-deildinni.
Írinn O'Carroll lék sem framherji og kom til Vals eftir að Danni König hætti hjá félaginu. Írinn náði ekki að skora í leikjunum sex með Val.
Hann var til viðtals í vikunni þar sem hann kom aðeins inn á tímann sinn á Íslandi.
„Valur lítur mjög vel út. Þeir eru með leikmenn sem hafa spilað í hæsta gæðaflokki. Þeir eru með góðan gervigrasvöll og eru vanir því að vera í EVrópu. Íslensku liðin eru mörg hver ár eftir ár í Evrópu og það verður til reynsla að fara í gegnum mismunandi áskoranir. Þeir gætu verið á undan okkur þegar kemur að formi," sagði Írinn í viðtali sem birt var á Daily Record. Tímabilið á Íslandi er í fullum gangi en skoska tímabilið er ekki farið af stað.
„Deildin á Íslandi er betri en fólk heldur. Fólk heyrir talað um íslenskan fótbolta og hugsa að þetta sé ekkert sérstakt, en tækileg geta er mjög mikil."
„Við munum reyna okkar besta. Þetta verður stórkostleg stund, við lögðum mikið á okkur á síðasta tímabili," segir sá írski en St. Mirren hafði ekki náð Evrópusæti í háa herrans tíð, en náði því í vor.
„Ég held að ég fái enga styttu af mér á Hlíðarenda, þetta var ekki minn besti tími. Þetta var frábær reynsla fyrir mig og eiginkonu mína. Við vorum í Reykjavík í þrjá mánuði og þetta var eitthvað annað," sagði O'Carroll.
Leikurinn á morgun hefst klukkan 18:45.
Athugasemdir