Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 24. júlí 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd í stórfelldar aðgerðir til að lækka kostnað
Mynd: EPA
Manchester United hefur ákveðið að fara í stórfelldar aðgerðir til að lækka starfsmannakostnað félagsins. INEOS hópurinn stendur fyrir þessum aðgerðum eftir að hafa tekið yfir stjórn á fótboltahlið Rauðu djöflanna.

Man Utd stefnir á að minnka stöðugildi innan félagsins um 250 og því verða um 850 stöðugildi eftir á næstu leiktíð af þeim rúmlegu 1100 sem eru núna.

Þetta þýðir ekki að INEOS muni reka 250 manns frá félaginu, heldur skera niður vinnutíma hjá stórum hluta af starfsfólkinu.

Starfsfólk Man Utd hefur ekki tekið vel í þessar fregnir og ríkir mikil óvissa meðal launþega félagsins þessa dagana.

Þessar fregnir berast á sama tíma og Man Utd heldur í æfingaferð til Bandaríkjanna, skömmu eftir að hafa notað 90 milljónir punda til að kaupa Joshua Zirkzee og Leni Yoro. Þá er félagið orðað við fleiri leikmenn í sumarglugganum.
Athugasemdir
banner