Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 24. júlí 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ólympíuleikarnir í dag - Góðir leikir í fyrstu umferð
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Fótboltamót Ólympíuleikanna hefst í dag þegar Argentína spilar við Marokkó á meðan Spánn mætir Úsbekistan.

Það eru sextán þjóðir sem taka þátt, en ríkjandi meistarar frá Brasilíu eru ekki með í ár þrátt fyrir að hafa unnið síðustu tvö fótboltamót Ólympíuleikanna árin 2016 og 2020.

Á Ólympíuleikana mæta einungis landslið skipuð leikmönnum sem eru 23 ára og yngri, með einhverjum undantekningum. Til dæmis er hinn 24 ára gamli Julián Álvarez í leikmannahópi Argentínu, rétt eins og hinn 36 ára Nicolás Otamendi. Achraf Hakimi, 25, er þá í landsliðshópi Marokkó.

Allar þjóðirnar mæta til leiks í dag til að keppa í fyrstu umferð, en þar má finna landslið frá öllum heimshornum.

Frakkland, Spánn, Ísrael og Úkraína taka þátt fyrir hönd evrópska fótboltasambandsins.

Alexandre Lacazette er í sterkum leikmannahópi Frakka ásamt Jean-Philippe Mateta, Rayan Cherki, Loïc Badé, Désiré Doué og Michael Olise.

Fjórar þjóðir frá Suður- og Norður-Ameríku taka einnig þátt í mótinu ásamt fjórum þjóðum frá Asíu og Eyjaálfu og fjórum frá Afríku.

Leikir dagsins:
13:00 Argentína - Marokkó
13:00 Úsbekistan - Spánn
15:00 Egyptaland - Dóminíska lýðveldið
15:00 Gínea - Nýja-Sjáland
17:00 Írak - Úkraína
17:00 Japan - Paragvæ
19:00 Frakkland - Bandaríkin
19:00 Malí - Ísrael
Athugasemdir
banner