Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   fim 24. júlí 2025 22:03
Anton Freyr Jónsson
Agla María: Held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir
Virkilega krefjandi að spila aftur eftir svona langa pásu
Kvenaboltinn
Agla María var virkilega góð í kvöld
Agla María var virkilega góð í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst þetta heilt yfir frábærlega vel spilaður leikur hjá okkur. Við fengum fullt af færum, skoruðum þrjú góð mörk og bara frábært að sigra sterkt lið Þróttar." sagði fyrirliði Breiðablik, Agla María Albertsdóttir eftir 3-1 sigur á Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Þróttur R.

„Það er held ég krefjandi að spila eftir svona langa pásu og ég held að við höfum gert bara virkilega vel í að byrja mótið aftur svona og þetta er bara nýtt mót sem er að byrja núna."

Agla María lagði upp tvö mörk í kvöld og segist vera ánægð með fyrri hálfleikinn hjá sínu liði.

„Mér fannst við bara færa liðið vel varnarlega, þær voru ekki að ná að skapa sér mikið, fengu að vísu skot sem var virkilega vel klárað hjá henni (Álfhildur Rósu) og lítið hægt að vera við því en við sköpuðum fleiri færi en við skoruðum mörk og ég er bara mjög sátt."

Síðari hálfleikurinn var markalaus en færin voru svo sannarlega til staðar hjá báðum liðum. 

„Mér fannst sérstaklega síðustu 20 þetta var bara eitthvað klafs, ég held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir, fáir leikmenn búnir að spila leik í langan tíma og ég held að það hafi haft sitt að segja."


Nánar var rætt við Öglu Maríu í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner