
„Mér fannst þetta heilt yfir frábærlega vel spilaður leikur hjá okkur. Við fengum fullt af færum, skoruðum þrjú góð mörk og bara frábært að sigra sterkt lið Þróttar." sagði fyrirliði Breiðablik, Agla María Albertsdóttir eftir 3-1 sigur á Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 1 Þróttur R.
„Það er held ég krefjandi að spila eftir svona langa pásu og ég held að við höfum gert bara virkilega vel í að byrja mótið aftur svona og þetta er bara nýtt mót sem er að byrja núna."
Agla María lagði upp tvö mörk í kvöld og segist vera ánægð með fyrri hálfleikinn hjá sínu liði.
„Mér fannst við bara færa liðið vel varnarlega, þær voru ekki að ná að skapa sér mikið, fengu að vísu skot sem var virkilega vel klárað hjá henni (Álfhildur Rósu) og lítið hægt að vera við því en við sköpuðum fleiri færi en við skoruðum mörk og ég er bara mjög sátt."
Síðari hálfleikurinn var markalaus en færin voru svo sannarlega til staðar hjá báðum liðum.
„Mér fannst sérstaklega síðustu 20 þetta var bara eitthvað klafs, ég held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir, fáir leikmenn búnir að spila leik í langan tíma og ég held að það hafi haft sitt að segja."
Nánar var rætt við Öglu Maríu í spilaranum hér að ofan.