
„Mjög sáttur með frammistöðuna í fyrsta leik eftir hlé. Bæði liðin voru pínu taugaóstyrk í upphafi leiks og kannski smá skortur á gæðum. En við komumst betur inn í leikinn þegar leið á fyrri hálfleik og bara sanngjörn forysta fyrir hlé.
Í seinni hálfleik þurftum við að breyta aðeins til þegar Þróttakonur fóru að gefa meira fyrir inn í teig en mér fannst við leysa þau verkefni vel. Það hefði verið gaman að skora að minnsta kosti eitt mark til viðbótar en ég er samt mjög sáttur með frammistöðuna. Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi", sagði Nik Chamberlain eftir sigur Blikakvenna í baráttunni um toppsætið hér í kvöld
Í seinni hálfleik þurftum við að breyta aðeins til þegar Þróttakonur fóru að gefa meira fyrir inn í teig en mér fannst við leysa þau verkefni vel. Það hefði verið gaman að skora að minnsta kosti eitt mark til viðbótar en ég er samt mjög sáttur með frammistöðuna. Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi", sagði Nik Chamberlain eftir sigur Blikakvenna í baráttunni um toppsætið hér í kvöld
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 1 Þróttur R.
Blikakonur sýndu meistarabrag í kvöld og staðfestu af hverju þær eru ríkjandi Íslandsmeistarar, þegar þær unnu sannfærandi og sanngjarnan 3-1 sigur.
Bæði lið buðu upp á hraðan og skemmtilegan sóknarleik og nýttu hvert tækifæri til að sækja. Heilt yfir voru heimakonur sterkari aðilinn – með meiri gæði og yfirvegun – sem skilaði þeim verðskulduðum sigri. Breiðablik trónir nú eitt á toppi Bestu deildarinnar.
„Ég verð að hrósa klúbbnum fyrir að styðja stelpurnar og 3. flokkur stráka kom nokkuð oft til að æfa með okkur í hlénu. Það hjálpaði okkur svo sannarlega að halda tempóinu hér í kvöld."
Það sem vakti sérstaka athygli í kvöld var hve vel Breiðablik spilaði sem lið – allar stelpurnar stigu upp og áttu góðan leik, þar með talið þær sem komu inn á af bekknum. Þetta var einnig sú upplifun sem Nik deildi.
„Ekki spurning, við getum verið með einstaklings tilþrif sem vinna leiki. En fyrir mig er liðsheildin mikilvægust"
Markmannsskipti urðu hjá Breiðablik í hléinu, þegar Telma Ívarsdóttir fór aftur út til Rangers. Í hennar stað kom Katherine Devine inn og stóð sig vel í markinu. Einnig fékk Breiðablik annan markvörð í glugganum, Kayla Elizabeth Burns frá Bandaríkjunum, en því miður er hún meidd.
„Það er því miður gömul saga og ný að við erum með meiddan markvörð. En sem betur fer er Kate (Katherine Devine) heil núna, en við þurftum að bæta við okkur markmanni til öryggis þar sem við vorum ekki alveg viss með ástandið hennar Kate. En þú sást Kate í dag hún er alveg 100% og spilaði virkilega vel"
Athugasemdir