Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   fim 24. júlí 2025 21:48
Anton Freyr Jónsson
Óli Kri: Vantaði að koma þessu öðru marki inn til að skapa smá spennu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst þetts svolítið stórt, mér fannst við byrja leikinn frábærlega, mér fannst við hafa góða stjórn á því sem við vorum að gera." sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar Reykjavík eftir 3-1 tapið gegn Breiðablik í Bestu deild kvenna í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Þróttur R.

„Pressan okkar var fín, repressið okkar var mjög gott, hvernig flæðið var á boltanum virkilega gott og við fundum opnanir og þrýstum þeim niður."

„Mörkin sem við fáum á okkur, svona er þetta bara. Leikirnir klárast í sitthvorum teignum og okkur vantaði pínulítið upp á, ég vil ekki segja gæði og þegar við sköllum tildæmis frá í þriðja markinu að þá dettur hann út í teiginn sem Breiðabliks leikmaður stendur, er það heppni? Líka klókindi í Berglindi held ég að það hafi verið sem les þetta og setur boltann í markið.. Gott Breiðabliks lið. Mérr fannst Þróttara liðið líka mjög gott og ég er stolltur af liðinui hvernig þær spiluðu leikinn og ef hann yrði spilaður aftur þá myndi ég vilja að hann yrði spilaður á svipaðan hátt en þessu litlu atriði í teigunum myndi ðég kjósa að féllu aðeins með okkur."

Breiðablik kemst yfir 2-0 yfir á stuttum kafla en Þróttarar svöruðu með marki fljótlega en fengu svo þriðja markið á sig rétt fyrir hálfleikinn. Var það vont?

„Takturinn í liðinu er eins og hann var. Þú getur lítið annað sagt í hálfleik en að þú sért sáttur við spilamennskuna og það voru svona nokkur lítil atriði sem við vildum laga og löguðum og auðvitað sitja leikmenn og þjálfarar Breiðablik inn í hálfleik og reyna laga sitt."

„Síðari hálfleikurinn var aðeins rólegur en okkur vantaði að koma þessu öðru marki inn til að skapa smá spennu. Við prófuðum að vera með tvo framherja, fengum Sóleyju fram til að spila svolítið upp á einvígin en Breiðabliks liðið er bara gott, vel gert hjá þeim og til hamingju til þeirra."

Nánar var rætt við Ólaf Kristjánsson í sjónvarpinu hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars um meiðsli Freyju Karín og sögur um Dagnýju Brynjarsdóttur.


Athugasemdir
banner