Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
Gunni Einars: Ekki sýnt í seinustu tveim leikjum að við eigum erindi að fara upp
Agla María: Held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir
banner
   fim 24. júlí 2025 21:48
Anton Freyr Jónsson
Óli Kri: Vantaði að koma þessu öðru marki inn til að skapa smá spennu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst þetts svolítið stórt, mér fannst við byrja leikinn frábærlega, mér fannst við hafa góða stjórn á því sem við vorum að gera." sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar Reykjavík eftir 3-1 tapið gegn Breiðablik í Bestu deild kvenna í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Þróttur R.

„Pressan okkar var fín, repressið okkar var mjög gott, hvernig flæðið var á boltanum virkilega gott og við fundum opnanir og þrýstum þeim niður."

„Mörkin sem við fáum á okkur, svona er þetta bara. Leikirnir klárast í sitthvorum teignum og okkur vantaði pínulítið upp á, ég vil ekki segja gæði og þegar við sköllum tildæmis frá í þriðja markinu að þá dettur hann út í teiginn sem Breiðabliks leikmaður stendur, er það heppni? Líka klókindi í Berglindi held ég að það hafi verið sem les þetta og setur boltann í markið.. Gott Breiðabliks lið. Mérr fannst Þróttara liðið líka mjög gott og ég er stolltur af liðinui hvernig þær spiluðu leikinn og ef hann yrði spilaður aftur þá myndi ég vilja að hann yrði spilaður á svipaðan hátt en þessu litlu atriði í teigunum myndi ðég kjósa að féllu aðeins með okkur."

Breiðablik kemst yfir 2-0 yfir á stuttum kafla en Þróttarar svöruðu með marki fljótlega en fengu svo þriðja markið á sig rétt fyrir hálfleikinn. Var það vont?

„Takturinn í liðinu er eins og hann var. Þú getur lítið annað sagt í hálfleik en að þú sért sáttur við spilamennskuna og það voru svona nokkur lítil atriði sem við vildum laga og löguðum og auðvitað sitja leikmenn og þjálfarar Breiðablik inn í hálfleik og reyna laga sitt."

„Síðari hálfleikurinn var aðeins rólegur en okkur vantaði að koma þessu öðru marki inn til að skapa smá spennu. Við prófuðum að vera með tvo framherja, fengum Sóleyju fram til að spila svolítið upp á einvígin en Breiðabliks liðið er bara gott, vel gert hjá þeim og til hamingju til þeirra."

Nánar var rætt við Ólaf Kristjánsson í sjónvarpinu hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars um meiðsli Freyju Karín og sögur um Dagnýju Brynjarsdóttur.


Athugasemdir
banner
banner