Stjarnan og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í Pepsi-deildinni í kvöld. Það var nóg um að vera í Garðabænum og seinni hálfleikurinn einstaklega líflegur og fjörugur.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 2 Breiðablik
„Þetta var skemmtilegur leikur að spila og vonandi fyrir áhorfendur líka. Það er svekkjandi að hafa ekki náð þremur stigum," sagði Árni Vilhjálmsson, sóknarmaður Breiðabliks.
Í seinni hálfleik var Árni að sleppa í gegn en var flaggaður rangstæður sem virtist rangur dómur.
„Ég horfði á línuna og mér fannst ég aldrei vera rangstæður. Við þurfum að sjá þetta í Pepsi-mörkunum."
Árni og Daníel Laxdal voru að kýtast í leiknum en eftir lokaflautið var gott á milli þeirra.
„Svona á leikurinn að vera. Menn eru ekki vinir á vellinum en eftir leikinn er maður ekkert að erfa þetta. Þá erum við allir félagar."
Athugasemdir