Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 24. ágúst 2019 17:57
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deildin: ÍA felldi andlausa Eyjamenn
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
ÍA 2 - 1 ÍBV
1-0 Einar Logi Einarsson ('44)
2-0 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('62, víti)
2-1 Gary Martin ('72)

ÍBV er fallið úr Pepsi Max-deildinni eftir enn eitt tapið en í dag voru það Skagamenn sem höfðu betur.

Bæði lið fengu góð færi til að skora í upphafi leiks og tóku heimamenn völdin á vellinum er tók að líða á hálfleikinn. Þeir komust nokkrum sinnum hársbreidd frá því að skora áður en Einar Logi Einarsson kom knettinum í netið rétt fyrir leikhlé.

Einar Logi skoraði eftir mikinn atgang í vítateig Eyjamanna og staðan 1-0 í leikhlé. Skagamenn mættu grimmir í seinni hálfleikinn og verðskulduðu annað mark sitt þegar Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði af vítapunktinum.

Andlausir Eyjamenn náðu að minnka muninn á 72. mínútu með glæsimarki frá Gary Martin. Það fagnaði þó enginn markinu, hvorki áhrofendur né leikmenn, enda er aldrei gaman að falla.

Meira var ekki skorað þrátt fyrir yfirburði ÍA og sanngjarn 2-1 sigur niðurstaðan.

ÍBV er fallið með 6 stig eftir 18 umferðir. ÍA er um miðja deild, sjö stigum frá fallsæti og þremur stigum frá Evrópusæti.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner