Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   lau 24. ágúst 2024 23:42
Brynjar Ingi Erluson
„Set hann aftur í bann í næstu viku!“
Mynd: Getty Images
Yves Bissouma, leikmaður Tottenham, átti góðan leik í 4-0 sigri liðsins á Everton í dag, en hann kom aftur inn í liðið eftir að hafa tekið út agabann.

Miðjumaðurinn var ekki með Tottenham í fyrstu umferðinni gegn Leicester en hann tók út agabann eftir að hafa deilt myndbandi á Snapchat af sér vera að anda að sér hlátursgasi úr blöðru.

Bissouma kom inn í liðið gegn Everton og átti stórkostlega frammistöðu. Hann gerði fyrsta mark liðsins í leiknum á 14. mínútu og var með yfirráð á miðsvæðinu þangað til honum var skipt af velli á 72. mínútu.

„Ég ætla að setja hann aftur í bann í næstu viku og fá hann síðan aftur í hópinn! Það virðist virka. Hann er frábær leikmaður og var einn af bestu mönnum vallarins,“ sagði Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, eftir leikinn.

„Þetta er góð byrjun. Það er enn verk að vinna hjá honum. Ég er alls ekki að efast gæði hans sem fótboltamaður, en það sem við viljum gera er að gera hann að bestu útgáfunni af honum sjálfum. Það hefst bæði innan sem utan vallar. Agi er stórmál fyrir hann og mér fannst frammistaða hans afar öguð í dag.“

„Það var ekki bara markið sem hann skoraði heldur var hann með mikilvægt hlutverk hjá okkur. Hann vissi að þeir yrðu nokkuð beinskeyttir og þurfi því að vera mættur í seinni boltanna og vinna boltann. Þetta var ótrúlega góð frammistaða,“
sagði Postecoglou um Bissouma.
Athugasemdir
banner
banner
banner